Við höfum aldrei orðið svona ástfangnar af heilu vörumerki áður. Það er alltaf eitt og eitt efni sem er gott í öðrum vörumerkjum en við hreinlega fílum allt hjá Waterclouds!
Við elskum hvað öll sjampóin veita góða mýkt. Dude herralínan er líka æði, í stað þessarar yfirþyrmandi rakspíralyktar sem yfirleitt einkenna herravörur er mildur ilmur sem við fáum ekki nóg af og Dude vöxin eru gjörsamlega að slá í gegn!