SKILMÁLAR & PERSÓNUVERND

Þessi vefsíða er í eigu og rekin af Skýjavötnum ehf, kt 630522-0210, VSK nr:145823

Persónuvernd:

Við notkun á þessari vefsíðu verða til upplýsingar um heimsóknina. Waterclouds notar þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðu okkar og upplifun notenda hennar. Við leggjum áherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða. Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru nýttar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum. Waterclouds notar Google analytics og Facebook Pixel til að safna gögnum, þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu.

Greiðslur:

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Saltpay. Waterclouds fær aldrei kortaupplýsingar viðskiptavina.

Vöruskil:

Uppfylli seld vara ekki væntingar viðskiptavina er þeim velkomið að hafa samband við Waterclouds á waterclouds@waterclouds.is. Við bjóðum upp á endurgreiðslu eða vöruskipti með því tilskildu að varan hafi ekki verið opnuð og umbúðir enn þá í upprunalegu ásigkomulagi. Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum og þarf að sýna fram á kvittun við vöruskil.

Sendingarmátar:

Allar pantanir eru sendar með TVG innan tveggja virkra daga frá greiðslu. Þegar pöntun hefur farið frá Waterclouds má gera ráð fyrir að TVG taki sér 3-5 virka daga til að bera pöntunina til viðskiptavina. Sé greitt fyrir heimsendingu er pakkinn keyrður upp að dyrum af TVG. Einnig er hægt að velja næsta afhendingarstað viðtakanda.

Vatnaský ehf. tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun TVG senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavini. Einnig eru viðskiptavinir hvattir til að hafa nöfn og heimilisföng eins ítarleg og kostur er á þegar pantað er. Hafi pöntun þín ekki borist innan viku frá greiðslu er bent á að hafa samband við Waterclouds á netfangið watercouds@waterclouds.is

Waterclouds er bæði netverslun og heildsala

Hafa samband:

waterclouds@waterclouds.is eða sími 680-2525

Karfan þín