A few words

Um Waterclouds

Heilbrigt hár & heilbrigð jörð

WATERCLOUDS Heilbrigt hár & heilbrigð jörð Umhverfisvænar hárvörur gerðar úr hráefnum norrænnar náttúru.

Það var árið 1999 sem vinirnir Niclas Bratt, Kent Lundmark, Stefan Tall leiddu saman hesta sína og hófu þróun á sinni eigin hárvörulínu.

Samanlögð reynsla þeirra í hárgreiðslu iðnaðinum taldi yfir 75 ár svo sú reynsla í bland við hugsjón þeirra lagði drögin að Waterclouds línunni.

Á þeim tíma voru þeir allir starfsmenn hjá Lars Bratt Trading en það var afi hans Niclas Bratt sem stofnaði það á 6. áratug seinustu aldar. Lars Bratt Trading er þekkt í Svíþjóð sem fyrsta heildsalan til þess að flytja inn hágæða erlend vörumerki í bland við allan þann aðbúnað sem fylgir hárgreiðslu geiranum.

Við hlökkum til að færa ykkur Waterclouds og segjum því "Gleðilegt hár"

Kveðja, Starfsfólk Waterclouds

Þeir voru því réttir menn á réttum stað til þess að fylgja eftir sinni hugsjón,- “að skapa vörur sem væru vandaðar og framleiddar með bestu fáanlegum hráefnum með tilliti til dýra, manna og umhverfisins”. Árið 2001 kom út fyrsta kynslóðin af Waterclouds en þá hafði Johan Lundmark, sonur hans Kent slegist í hópinn með þeim sonur hans Kent, en Johan hefur séð um alla hönnun og þróun á vörumerkinu og gerir enn í dag.

Waterclouds hefur vaxið og dafnað með hverju ári og er í dag eitt stærsta og virtasta hárvörumerki Svíþjóðar, sem segir ýmislegt enda frændur okkar Svíar þekktir fyrir mörg hágæða vörumerki í þessum bransa. Það var svo fyrir tæpu ári síðan sem frændur okkar fengu liðsstyrk í Waterclouds frá Lyko með það að markmiði að breiða út boðskapinn um gæði Waterclouds til annara landa og að sjálfsögðu leituðu fyrst til frænda sinna hérlendis. Waterclouds er nú starfrækt í 15 löndum og er óhætt að segja að það megi líkja þessari hröðu útbreiðslu við sinueld enda hágæða vörur þar sem hver sem er getur fundið eitthvað við sitt hæfi.

Af hverju waterclouds

Umhverfisvernd

Waterclouds vinnur með umhverfinu . Kíktu á umhverfsisstefnu okkar.

Frí heimsending

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 15.000kr. Heimsending, póstbox og hraðsendingar í boði.

14 daga skilafrestur

Fjórtán daga skilafrestur gegn fullri endurgreiðslu er á öllum vörum Waterclouds. Vörur skuli í seljanlegu ástandi.

Karfan þín